7-17 stiga hiti á landinu í dag

05.07.2020 - 07:47
Mynd með færslu
 Mynd: Pexels
Í dag verður fremur hæg norðlæg átt víðast hvar, 5-10 m/s en bætir í vind á Norðurlandi eystra er líður á daginn. Skýjað verður með köflum um landið sunnanvert, líkur á síðdegisskúrum og einnig er von á dálítilli vætu við norðausturströndina í kvöld. Hiti verður 7-17 stig, svalast austanlands.

Norðanáttin ber með sér svalt loft og hiti norðanlands verður á bilinu 7 - 12 stig, en syðra verður hiti allt að 17 stig.

Á morgun spáir Veðurstofa Íslands svipuðu veðri; norðanátt og skýjuðu veðri og dálítilli vætu norðantil en bjartviðri sunnanlands. Hiti á bilinu 6 til 16 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Í vikunni verða síðan hægar mildar vestlægar áttir ríkjandi. Skýjað með köflum og lítils háttar væta í flestum landshlutum.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi