Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vill að stjórnarskrá meini samkynhneigðum að ættleiða

epa08525192 Polish President and candidate for Poland's president of main ruling party Law and Justice (PiS) Andrzej Duda attends his meeting with local residents during his visit in Boleslawiec, southwestern Poland, 03 July 2020. Incumbent President Andrzej Duda won 43,5 percent of votes in the presidential election held on 28 June while his main rival, Rafal Trzaskowski, 30,46 percent. The right-wing incumbent president and his main contender, the centrist Civic Coalition candidate, will meet in the second round of presidential elections on 12 July 2020.  EPA-EFE/Maciej Kulczynski POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Andrzej Duda, forseti Póllands sem nú sækist eftir endurkjöri, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram breytingu á stjórnarskrá landsins á þá vegu að samkynja pör geti ekki ættleitt börn. 

„Stjórnarskrá Póllands ætti að kveða skýrt á um að fólki í samkynja samböndum verði meinað að ættleiða börn,“ sagði Duda á framboðsfundi í bænum Szczawno-Zdroj í suðurhluta Póllands í dag.  „Pólska ríkið þarf að tryggja réttindi barna til að öryggi þeirra sé gætt og viðeigandi uppeldisaðstæðna. Því tel ég að slík lög ættu að vera til.“

Duda, sem býður fram fyrir flokkinn Lög og réttlæti og hefur beitt sér fyrir íhaldssamri þjóðernishyggju hlaut um 44% atkvæða í fyrri umferð forsetakosninganna  sem haldnar voru 28. júní og er spáð sigri í síðari umferð sem verður 12. júlí.

Forsetinn hefur ítrekað gert mannréttindi samkynhneigðra að umfjöllunarefni í kosningabaráttu sinni, en hann líkti hugmyndafræði LGBT-hreyfingarinnar við kommúnisma fyrir fyrri umferð kosninganna.

Mótframbjóðandi hans í forsetakosningunum, Rafal Trzaskowski sem er borgarstjóri í Varsjá og frambjóðandi frjálslyndra, sagði við pólska fjölmiðla í dag að hann væri einnig andsnúinn því að fólk í samkynja hjónaböndum ættleiddi börn. Viðhorf hans til mannréttinda samkynhneigðra hafa verið talsvert frjálslyndari en Duda og hefur hann meðal annars sagst vera opinn fyrir því að samkynhneigð pör geti gifst borgaralega, sem er ekki löglegt í Póllandi.

Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í fyrra eru 9% Pólverja hlynntir því að samkynja pör ættleiði börn. Í sömu könnun sögðust 29% vera hlynnt giftingum samkynja para.