Um 740 þúsund þurft að yfirgefa heimili sín vegna flóða

04.07.2020 - 19:45
Erlent · Asía
Mynd: EPA / EPA
Úrhellisrigning og flóð hafa haft áhrif á um fimmtán milljónir íbúa í suðausturhluta Kína síðan í byrjun júní. Minnst 106 er saknað, rúmlega 740 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín og víða hefur orðið mikil eyðilegging. Hubei hérað hefur orðið einna verst úti en þar braust kórónuveirufaraldurinn út í fyrra og bæta flóðin því gráu ofan á svart.

Þúsundir þeirra sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín gista nú í tjaldbúðum sem settar hafa verið upp af stjórnvöldum. Strangar sóttvarnareglur eru í gildi þar til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirusmita.

Þá hafa minnst 15 látist og áttatíu þúsund þurft að yfirgefa heimili sín í vesturhluta Japan vegna aurskriða og flóða í kjölfar metúrkomu. Japanska veðurstofan hefur gefið út viðvörun á hæsta stigi sem gildir út helgina.

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi