Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mótefnamæling í Vestmannaeyjum

04.07.2020 - 12:24
Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Ragnarsdóttir - RÚV
Vestmannaeyingarnir 105 sem greindust með kórónuveiruna eru boðaðir í endurtekna mótefnamælingu í dag. Davíð Egilsson læknir sem annast mælinguna fyrir Íslenska erfðagreiningu segist í samtali við fréttastofu bjartsýnn á að flestir skili sér.

Um sjötíu boðuðu komu sína, sýnatökunar gengu vel og Davíð kveðst bjartýnn á að hægt verði að senda sýnin til lands með Herjólfi í hádeginu.

Markmiðið sé að kortleggja þróun mótefnamyndunar hjá smituðum einstaklingum. Fólk hefur að sögn Davíðs tekið vel í koma í mótefnamælinguna og vilji gjarna leggja sitt af mörkum.

Hann kveðst uggandi yfir aukningu smita undanfarna daga. Því sé nauðsynlegt að fræðast frekar um kórónuveiruna.

Vestmanneyingurinn Arnar Richardsson rekstrastjóri hjá Bergi-Huginn veiktist mjög illa í mars, þurfti að leggjast á sjúkrahús og er enn að glíma við eftirstöðvar veikindanna. Hann hefur þegar farið í mótefnamælingu og segist í samtali við fréttastofu ávallt tilbúinn að taka þátt gagnist það öðrum. Enginn vilji veikjast af Covid-19 aftur.

Mótefnamæling vegna Covid-19 fyrir Íslenska Erfðagreiningu var gerð í Vestmannaeyjum í apríl síðastliðnum. Þá voru 80 til 100 manns boðuð daglega í þrjá daga.

Ekki hefur ákveðið um frekara framhald á mótefnamælingu en Davíð segir að mögulega gæti það orðið þegar fram líði stundir.