Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Kvöldfréttir: Skriða féll á Sultartangavirkjun

04.07.2020 - 18:45
Rafmagnsframleiðsla í Sultartangavirkjun liggur niðri eftir að gríðarmikil grjótskriða féll ofan í frárennslisskurð við stöðvarhúsið. Skriðan kom af stað mikilli flóðbylgju og mildi þykir að verktakar á svæðinu voru hættir störfum.

Mikil flóð hafa orðið á annað hundrað manns að bana í Kína undanfarið og minnst fjórtán í Japan. Mörg hundruð þúsund hafa flúið flóðin.

Donald Trump gagnrýndi mótmælendur í ræðu á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna í dag. Hann ætlar að koma upp höggmyndagarði í stað þeirra stytta sem hafa verið rifnar niður í mótmælum liðinna vikna.

Vestmannaeyjar iða af lífi þessa dagana. Í dag er þriðji dagur goslokahátíðar og fólk lætur COVID-takmarkanir ekki spilla gleðinni. Á dagskránni í dag voru meðal annars listsýningar, tónleikar og sund-diskópartí.

Samson, fyrsti klónaði hundur landsins, losnaði úr einangrun í morgun, og stökk himinsæll í fang eiganda síns, Dorritar Moussaieff, sem segir að eiginmaður hennar þurfi núna að víkja fyrir Samsoni og finna sér eigið rúm.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir