Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Frumútgáfur bóka Laxness boðnar upp

Mynd með færslu
 Mynd: Gljúfrasteinn - Halldór Laxness

Frumútgáfur bóka Laxness boðnar upp

04.07.2020 - 16:45

Höfundar

Frumútgáfur af nokkrum verkum Halldórs Laxness, þar á meðal fyrstu bók hans Barn náttúrunnar sem kom út árið 1919, eru nú boðnar upp á vegum Foldar uppboðshúss. Uppboðshaldari segir að talsverð eftirspurn sé eftir bókum sem þessum.

Ari Gísli Bragason hjá Fold segir að á uppboðinu kenni margra grasa. Þar verði bækur frá ýmsum tímabilum á ferli Laxness, auk ýmiss annars sem tengist honum, meðal annars prógramm kvikmyndar sem gerð var eftir Sölku Völku og bæklingur sem skáldið skrifaði og gefinn var út á vegum Kommúnistaflokksins. 

Hann segir að flestar bækurnar á uppboðinu séu fyrstu útgáfur og flestar með kápu og í góðu ástandi. 

Er mikil eftirspurn eftir bókum sem þessum?  „. Já. Sérstaklega af því að þetta eru allt fyrstu útgáfur. Fágætasta bókin er Nokkrar sögur sem að kom út 1922. Þetta eru bækur sem komu út í kannski nokkur hundruð eintökum fyrir hundrað árum.“

Ari Gísli segir að bækurnar beri þess merki að hafa þjónað hlutverki sínu og að margar þeirra hafi nánast verið lesnar upp til agna. Spurður hvað hann telji að fáist fyrir bækurnar segir hann að verðmatið á Nokkrum sögum sé 95.000 krónur og 65.000 á Barni náttúrunnar. „En nú tekur við hinn frjálsi markaður og úrskurðar um verðið,“ segir Ari Gísli.

Tengdar fréttir

Tónlist

Svona söng Halldór Laxness Maístjörnuna sjálfur

Leiklist

Fólkið þarf sinn Laxness

Bókmenntir

Afhending bókmenntaverðlauna Halldórs Laxness

Bókmenntir

Linsoðinn Laxness fyrir unga fólkið