Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Allt að 18 stiga hita spáð í dag

04.07.2020 - 08:28
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Í dag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-8 m/s en 8-13 með suðurstöndinni. Gengur í norðan 8-13 norðvestantil eftir hádegi, skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan- og vestanlands og sums staðar þokubakkar austan til, en bjartviðri norðarlands.

Hiti 10 til 18 stig, hlýjast í innsveitum fyrir norðan.

Þetta kemur fram í spá Veðurstofu Íslands.  Þar segir að veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu til miðnættis annað kvöld séu austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s, skýjað með köflum og dálitlar skúrir. Spáð er 10-15 stiga hita á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir