Uppistandshópurinn VHS biðst forláts á ýmsu

Mynd: RÚV / RÚV

Uppistandshópurinn VHS biðst forláts á ýmsu

03.07.2020 - 14:34
Uppistandshópurinn VHS frumsýnir nýja sýningu, VHS biðst forláts, laugardaginn 4. júlí í Tjarnarbíó. Þeir munu sömuleiðis fara með sýninguna á Flateyri, Siglufjörð og Rif í sumar.

VHS samanstendur af Vilhelm Neto, Hákoni Erni Helgasyni og Stefáni Ingvari Vigfússyni en þeir hittu RÚV núll í vikunni og spiluðu með okkur Kubb. Vilhelm segir að það þurfi að biðjast forláts á ýmsu en hvað það nákvæmlega sé kemur í ljós á sýningunni.

Fyrsta uppistandssýning hópsins, Endurmenntun, var sýnd fyrir fullu húsi víða um landið í fyrra en hún var sömuleiðis tekin upp og er enn aðgengileg í spilara RÚV. 

Viðtalið við VHS má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Endurmenntun: uppistandssýning í jólagjöf frá RÚV núll