Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tveir dómarar við Hæstarétt biðjast lausnar

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Greta Bald­urs­dótt­ir og Þor­geir Örlygs­son hafa sótt um lausn frá embætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  dómsmálaráðherra greindi frá þessu á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.

Þar með hafa fimm af sjö hæstaréttadómurum látið af störfum á innan við ári. Í október á síðasta ári fengu þeir Markús Sig­ur­björns­son og Viðar Már Matth­ías­son lausn frá embætti og í janúar óskaði Helgi Ingólf­ur Jóns­son eft­ir að hætta.

Greta er fædd árið 1954 og varð 67 í mars. Hún var skipuð hæstaréttardómari árið 2011, eftir að hafa verið héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1999. Áður hafði hún starfað hjá yf­ir­fóg­eta í Reykja­vík og verið sett­ur borg­ar­fóg­eti á árunum 1988-1992

Þor­geir er nú­ver­andi for­seti Hæsta­rétt­ar. Hann er fædd­ur árið 1952 og verður því 69 ára á þessu ári. Líkt og Gréta hefur hann verið dómari við Hæstarétt frá 2011. Áður hafði hann verið dómari við EFTA dómstólinn í Lúxemborg frá 2003.

Þá var hann ráðuneytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum á árabilinu 1999-2003, prófessor við Háskóla Íslands frá 1987, eftir að hafa gegnt embætti borgardómara í Reykjavík árin 1986-1987.