„Þér er ekkert kalt - er það?“

03.07.2020 - 22:08
Innlent · ferðasumar · Flatey · gaman · Sjósund · Sumar · Vesturland
Mynd: Haukur Hólm / Haukur Hólm
Gleðin var við völd á bryggjunni í Flatey á Breiðafirði í morgun þegar nokkrir vaskir piltar kældu sig í sjónum. Þar hefur verið einmuna veðurblíða undanfarna daga og talsvert um gesti í eyjunni.

„Þér er ekkert kalt er það?“ kallaði einn pilturinn til félaga síns sem skömmu síðar hafði stokkið á bólakaf í sjóinn. 

Fyrr í vikunni kom upp bilun í Breiðafjarðarferjunni Baldri sem siglir til Flateyjar. Baldur er nú í viðgerð, bilunin reyndist meiri en útlit var fyrir í fyrstu og er gert ráð fyrir að viðgerð taki nokkra daga.

Á meðan Baldur er bilaður siglir ferjan Særún á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Hún er nokkuð minni en Baldur og því brýnt að þeir, sem hyggjast leggja leið sína til Flateyjar, bóki ferðir sínar fyrirfram.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir
holm's picture
Haukur Holm
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi