Stolið úr tveimur búðum og sofnað í þeirri þriðju

Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í tvær verslanir í vesturhluta borgarinnar í gær vegna búðahnupls. Þjófurinn var farinn úr annarri búðinni en í hinni var sá grunaði enn á staðnum. Í nótt var lögreglan svo kölluð að búð í þriðja sinn, að þessu sinni ekki vegna þjófnaðar heldur vegna þess að ölvaður maður hafði lagst til svefns í búðinni. Lögreglumenn vöktu manninn sem hélt við það á brott.

Lögregla var kölluð til vegna hávaða frá samkvæmi í Vesturbænum á þriðja tímanum í nótt. Tveir ölvaðir menn voru handteknir í Seljahverfi í nótt þar sem þeir stóðu öskrandi fyrir utan fjölbýlishús, voru íbúum til ama og fóru ekki að fyrirmælum lögreglu.

Rúður voru brotnar í tveimur skólum í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi