Ónæmi gæti verið meira en áður var talið í Svíþjóð

03.07.2020 - 08:48
People enjoy the warm evening weather in Malmo, Sweden, Tuesday May 26, 2020 as a sign reads 'In Malmo everything is near. But now we need to keep a distance'. Sweden has defended its response to the COVID-19 global pandemic despite the country now reporting one of the highest mortality rates in the world with 4,125 fatalities, about 40 deaths per 100,000 people. ( Johan Nilsson/TT via AP)
 Mynd: EPA-EFE - TT
Fleiri gætu verið með mótefni gegn COVID-19 í Svíþjóð en áður var talið. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Karólínsku stofnunarinnar og Karólínska háskólasjúkrahússins.

Rannsakendur eru bjartsýnir um að ónæmi fyrir veirunni sé meira en þau rúmlega sex prósent sem aðrar rannsóknir gáfu til kynna. Rannsóknin leiddi í ljós að mörg þau sem fengu lítil eða engin einkenni hafi mynda mótefni í gegnum svokallaðar T-frumur. Það eru hvít blóðkorn sem eru mikilvæg ónæmiskerfinu. Nú er verið að ritrýna greinina hjá vísindatímaritum en haft er eftir Marcus Buggert prófessor á vef Karólínska að niðurstöður rannsóknarinnar bendi til þess að um það bil tvöfalt fleiri hafi myndað T-frumu ónæmi í samanburði við þá sem mælst hafa með mótefni.

Yfir 70.000 smit 

Í rannsókninni voru sýni tekin úr yfir tvö hundruð manns, þar af mörgum sem höfðu lítil eða engin einkenni. Til samanburðar voru notuð sýni frá blóðgjöfum sem höfðu gefið blóð á síðustu tveimur árum. Greind kórónuveirusmit eru ríflega 70.000 í Svíþjóð. Dauðsföll af völdum veirunnar nálgast 5.500. Alvarlegum tilfellum hefur farið fækkandi að undanförnu, að sögn heilbrigðisyfirvalda. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi