Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Hermenn skutu á fólk á leið í minningarathöfn

03.07.2020 - 07:02
In this image taken from OBN video, the coffin of Ethiopia singer Hachalu Hundessa is carried during the funeral in Ambo, Ethiopia, Thursday July 2, 2020. More than 80 people have been killed in unrest in Ethiopia after the popular singer Hachalu Hundessa was shot dead this week. He was buried Thursday amid tight security. He had been a prominent voice in anti-government protests that led to a change in leadership in 2018. (OBN via AP)
 Mynd: AP
Eþíópískir hermenn skutu tvo menn til bana. Mennirnir voru á leið til minningarathafnar vinsæls söngvara í landinu, Hachalu Hundessa. Hundessa var myrtur á mánudagskvöld, og hefur morðið valdið mikilli spennu á milli þjóðflokka í landinu.

Hundessa var af Oromo-þjóðinni, þeirri fjölmennustu í Eþíópíu. Hann var skotinn til bana af óþekktum árásarmönnum í höfuðborginni Addis Ababa á mánudagskvöld. Tónlist hans veitti Oromo-þjóðinni hljómgrunn vegna þeirrar misbeitingar sem hún telur sig verða fyrir í Eþíópíu. Oromo-fólk segist ekki njóta sömu efnahagslegu gæða og aðrir í Eþíópíu, og fáir úr þeirra hópi fái að taka þátt í stjórnmálum.

Morðið á honum leiddi til ofbeldisöldu í Oromia-héraði, sem umlykur höfuðborgina. Héraðið er það fjölmennasta í landinu. Að sögn lögreglunnar í Oromia létu 87 lífið í mótmælum í gær, þar sem tekist var á um hvar Hundessa skildi jarðsettur. Einhverjir vildu að hann yrði borinn til grafar í höfuðborginni, en aðrir að hann yrði lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum Ambo. Það varð úr og var minningarathöfnin í Ambo í gær fámennari en búist var við. Að sögn heilbrigðisstarfsmann í bænum lokuðu öryggissveitir vegum í átt til Ambo, og skutu á þá sem reyndu að komast að minningarathöfninni. 

Forsætisráðherrann Abiy Ahmed sagði þá sem urðu Hundessa að bana reyna að koma í veg fyrir tilraunir hans til umbóta í Eþíópíu. Þjóðin eigi tvo kosti, annars vegar að falla í gildru árásarmannanna og tvístrast, eða að halda áfram á þá braut sem þarf til að koma umbótum á. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV