Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

„Þetta er eins og stríð gegn kynþættinum“

Mynd: Skjáskot / George Floyd: A Killing That Sho

„Þetta er eins og stríð gegn kynþættinum“

02.07.2020 - 14:27

Höfundar

Svart fólk í Minneapolis hefur stofnað sínar eigin öryggissveitir vegna vantrausts á lögregluna, eftir að George Floyd var drepinn.

Þetta kemur fram í George Floyd: A Killing That Shook The World, heimildarmynd eftir breska blaðamanninn Clive Myrie en hún er aðgengileg í spilara RÚV. „Í dag verðum við í fararbroddi í göngunni, og erum hér aðeins til að styðja mótmælagönguna. En ef eitthvað gerist viljum við að þeir viti að við erum föst fyrir,“ segir Tyrone Hartwell, einn af forsvarsmönnum Minnisota Freedom Riders, sem er einn af þessum hópum. Margir svartir borgarbúar treysta ekki lögreglunni til að halda uppi öryggi og almannaheill og stofnuðu þess vegna hópinn nokkrum dögum eftir lát George Floyd og telur marga tugi liðsmanna.

„Við höfum fólk sem bregst við á jörðu niðri og í lofti til að tryggja öryggi okkar,“ heldur Hartwell áfram. Liðsmenn Freedom Riders ganga á undan og í kringum göngu í minningu Georges Floyd. Þeir segjast óttast um samfélag sitt. Ráðist var á fyrirtæki í eigu svarts fólks í óeirðunum eftir drápið og Freedom Riders telja hvíta öfgamenn hafa staðið fyrir því, þó það hafi ekki verið sannað. „Við komum saman og sögðumst ekki ætla að líða þetta í okkar samfélagi,“ segir Hartwell. Aðrir minnihlutahópar í Minneapolis, Suður-Ameríkufólk og frumbyggjar, eru líka með óformlegt eftirlit og hafa öll hætt að treysta á lögregluna. „Við höfum leyft þeim að vinna vinnuna sína árum saman og alltaf eru fleiri svartir drepnir. Og þeldökk börn og konur líka. Þetta er eins og stríð gegn kynþættinum.“

George Floyd: Dráp sem skók heiminn er aðgengileg í heild sinni í spilara RÚV. Í þættinum spyr breski sjónvarpsmaðurinn Clive Myrie hvort nú sé runninn upp sá tími að grundvallarbreytingar verði á kerfislægu misrétti vegna litarháttar í Bandaríkjunum. Hann ræðir við mótmælendur, vitni, fyrrverandi lögreglumenn og fólk úr samfélögum svartra og hvítra í Minneapolis. Hvað var það við dauða George Floyd sem hafði svona djúpstæð áhrif? Og hver verða áhrif mótmælaöldunnar Black Lives Matter?

Tengdar fréttir

Menningarefni

Vilja reisa minnisvarða um fyrsta svarta íbúa landsins

Tónlist

George Floyd var eitt sinn rapparinn Stóri Floyd

Menningarefni

Hluti af samfélaginu eða staðalímynd?

Pistlar

George Floyd, martröðin og sannleiksveiran