Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Norsku skipi rænt undan Nígeríuströnd

02.07.2020 - 14:25
epa02352341 (FILE) A file photograph dated 30 January 2007 shows Nigerian militants patroling in the creeks of the Niger delta region of Southern Nigeria. Three French crewmen have been kidnapped in an attack on a ship in an oilfield off the coast of Nigeria on 21 September 2010. Marine services company Bourbon claims pirates in several speedboats attacked one of its vessels. There has been no claims of responsibility but kidnappings and attacks are frequent in the Niger Delta, the heart of Africa's biggest oil and gas industry.  EPA/GEORGE ESIRI
 Mynd: EPA
Sjóræningjar réðust í nótt um borð í norska skipið Sendje Berge undan Nígeríuströnd og rændu níu Nígeríumönnum í áhöfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu útgerðar skipsins til kauphallarinnar í Ósló. Ekkert er vitað um afdrif níumenninganna. Enginn er þó talinn hafa slasast í árásinni.

Sendje Berge hefur að undanförnu þjónustað kínverska fyrirtækið Addax Petroleum á Okwori olíuvinnslusvæðinu á Gíneuflóa. Þar hefur árásum sjóræningja fjölgað að undanförnu. Þeir hafa farið ránshendi um skip eða tekið áhafnir og farþega í gíslingu og krafist lausnargjalds.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV