Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Jarðskjálfti að stærð 3,6 norðvestur af Gjögurtá

02.07.2020 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Jarðskjálfti að stærð 3,6 mældist klukkan 19:20 í kvöld, sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Tilkynningar bárust um að skjálftinn hefði fundist í Ólafsfirði.

Skjálftinn er sá stærsti sem mælst hefur síðan 27. júní síðastliðinn en þá mældist skjálfti að stærð 4,1. Tæplega 10.000 skjálftar hafa mælst á svæðinu kringum Tjörnesbrotabeltið frá því hrinan hófst þann 19. júní.