Reyndi að koma sök á systur sína

Mynd með færslu
 Mynd: Ragnar Visage - RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi konu í fyrradag til 21 mánaðar fangelsisvistar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir rangar sakargiftir. Konan var sakfelld fyrir að hafa í tvígang verið staðin að akstri bifreiðar undir áhrifum fíknefna. Í annað skiptið gaf hún upp nafn og kennitölu systur sinnar og reyndi þar með að koma því til leiðar að hún yrði sökuð um brotið.

Konan á langan sakaferil að baki og braut gegn skilorði með vímuefnaakstri sínum. Hún átti 206 daga eftir afplánaða af þeim dómi og bætast þeir við refsingu vegna síðustu brota hennar. Konan var nú svipt ökuréttindum í sjöunda skipti, þar af í sjötta skipti fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. 

Konan játaði brot sín skýlaust.

Sama dag voru tveir karlar og tvær konur dæmd til 90 daga til níu mánaða fangelsisvistar fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi