Leikur liðanna er sá eini sem fer fram í deildinni í dag en tveir aðrir leikir áttu að vera á dagskrá. Eftir að COVID-19 smit komu upp í herbúðum Breiðabliks og Fylkis var leikjum þeirra liða sem áttu að vera á dagskrá í kvöld aftur á móti frestað.
Samkvæmt öruggum heimildum RÚV ferðuðust Norðankonan Lillý Rut Hlynsdóttir og Skagakonan Guðrún Karítas Sigurðardóttir ekki með Valsliðinu til Eyja vegna þess að þær eru í sóttkví.
Lillý hefur spilað alla leiki Vals á tímabilinu til þessa en Guðrún Karítas hefur aftur á móti ekki komið við sögu.