Mikil samstaða ríkti í hópnum og vonast formaðurinn til þess að fundurinn verði til þess að enn frekar verði brugðist við.
Sniglarnir minntust látinna félaga sinna með því að mynda hjarta úr hjálmum sínum.
Ökumaður og farþegi bifhjóls létust í árekstri við húsbíl á Kjalarnesi á sunnudag. Ný klæðning var lögð á vegarkaflann þar sem slysið varð, á fimmtudag, en í ljós hefur komið að efnið í malbikinu uppfyllti ekki skilmála í útboði Vegagerðarinnar. Sjúkrabíll sem var á leið á slysstað í gær fór einnig út af veginum vegna aðstæðna. Lögreglan og Vegagerðin rannsaka enn málið.