Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sniglarnir minntust látinna félaga

30.06.2020 - 14:02
Mynd: Andri Yrkill Valsson / RÚV fréttir
Félagsmenn í bifhjólasamtökunum Sniglunum minntust látinna félaga á samstöðufundi við höfuðstöðvar Vegagerðarinnar í Borgartúni eftir hádegi í dag. Yfirlýsing var lesin upp þar sem krafist var breytinga, hjólafólk yrði að geta treyst vegum landsins betur.

Mikil samstaða ríkti í hópnum og vonast formaðurinn til þess að fundurinn verði til þess að enn frekar verði brugðist við. 

Sniglarnir minntust látinna félaga sinna með því að mynda hjarta úr hjálmum sínum.

Ökumaður og farþegi bifhjóls létust í árekstri við húsbíl á Kjalarnesi á sunnudag. Ný klæðning var lögð á vegarkaflann þar sem slysið varð, á fimmtudag, en í ljós hefur komið að efnið í malbikinu uppfyllti ekki skilmála í útboði Vegagerðarinnar. Sjúkrabíll sem var á leið á slysstað í gær fór einnig út af veginum vegna aðstæðna. Lögreglan og Vegagerðin rannsaka enn málið.

Mynd með færslu
 Mynd: Andri Yrkill Valsson - RÚV fréttir
Mikil samstaða ríkti á fundinum.
Mynd með færslu
 Mynd: Andri Yrkill Valsson - RÚV fréttir
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, kalla eftir frekari aðgerðum Vegagerðarinnar.