Óttast verulega fjölgun veirusmita í Bandaríkjunum

30.06.2020 - 18:19
epa08518353 The director of the National Institute for Allergy and Infectious Diseases, Dr. Anthony Fauci, testifies before the United States Senate's Health, Education, Labor and Pensions (HELP) Committee during a hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 30 June 2020. Government health officials updated senators on how to safely get back to school and the workplace during the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/KEVIN DIETSCH / UPI POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI
Anthony Fauci, sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í smitsjúkdómum, sagði þegar hann sat fyrir svörum hjá heilbrigðis- og menntamálanefnd öldungadeildar þingsins í dag, að hann óttaðist að kórónuveiran ætti eftir að breiðast enn hraðar út um Bandaríkin en hingað til. Um þessar mundir væru yfir fjörutíu þúsund smit greind á degi hverjum. Þau gætu fljótlega orðið hundrað þúsund á dag ef þróuninni yrði ekki snúið við.

Samkvæmt vefnum Worldometers hafa 2,7 milljónir smita greinst í Bandaríkjunum frá því að COVID-19 farsóttin braust út.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi