Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mótmælafundur verður samstöðufundur

30.06.2020 - 08:44
Mynd með færslu
Frá slysstað á Vesturlandsvegi. Mynd: RÚV
Boðaður mótmælafundur Sniglanna, Bifhjólasamtaka lýðveldsins, sem halda átti í dag við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni vegna ástands vega, hefur verið breytt í samstöðufund.

Þetta kemur fram á Facebook-síðu viðburðarins.

Þar segir að hliðið hjá húsi Vegagerðarinnar verði opnað kl. 12.30. Kl. 13 verður lesin upp yfirlýsing og í kjölfarið verður einnar mínútu þögn.

Samstöðufundurinn er haldinn vegna banaslyss í Kjalarnesi í fyrradag þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls biðu bana í árekstri við húsbíl. Vélhjólafólk krefst þess að gerðar verði úrbætur á hættulegum vegaköflum víða um land.