Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Líkamsárás á Granda

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt voru af ýmsum toga. Á fjórða tímanum var tilkynnt um líkamsárás á Granda. Þar hafði maður verið sleginn í höfuðið með áhaldi. Grunaður árásarmaður var handtekinn og sá sem fyrir árásinni var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.

Um miðnætti kom lögregla ölvuðum manni, sem hafði dottið af hlaupahjóli í miðbænum, til aðstoðar en hann hlaut nokkur meiðsli við byltuna.

Þá voru fjórir teknir grunaðir um að hafa ekið ýmist undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir