Eygló Ósk hætt

epa05475896 Eyglo Gustafsdottir of Iceland after her race in the women's 200m Backstroke semi finals of the Rio 2016 Olympic Games Swimming events at Olympic Aquatics Stadium at the Olympic Park in Rio de Janeiro, Brazil, 11 August 2016.  EPA/BERND
 Mynd:  - EPA

Eygló Ósk hætt

30.06.2020 - 16:30
Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir er hætt keppni í sundi. Hún greindi frá þessu á samfélagsmiðlum í dag. Eygló Ósk var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2015 og keppti á tvennum Ólympíuleikum á ferli sínum.

Eygló er aðeins 25 ára gömul en hefur glímt við meiðsli í baki undanfarin ár sem hafa háð henni. Eygló átti sitt besta ár í sundinu árið 2015, þá tvítug, en hún varð þá fyrsta íslenska sundkonan til að vinna til verðlauna á stórmóti er hún hlaut tvö brons á EM í 25 metra laug það ár.

Sama ár varð hún fyrst íslenskra sundkvenna, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, til að keppa til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 metra laug. Eygló var þá í desember 2015 kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi af íþróttafréttamönnum. Með árangri sínum á EM vann hún sér inn keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 en hún hafði áður tekið þátt á ÓL í London 2012.

Eygló á fjölda Íslandsmeta auk þess að hafa slegið þónokkur Norðurlandamet á ferli sínum.