ESB-ríki opin ferðafólki frá 15 löndum

30.06.2020 - 14:40
Mynd með færslu
 Mynd: Ásgeir Tómasson - RÚV
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins opnaði síðdegis landamæri aðildarríkjanna fyrir ferðafólki frá fimmtán löndum frá og með morgundeginum, 1. júlí. Kína er þeirra á meðal. Bandarískum ferðalöngum verður óheimilt að koma til ESB-ríkjanna, að sinni að minnsta kosti, þar sem kórónuveiran dreifist þar hratt um, aðallega í Suður- og Vesturríkjunum.

Listinn var kunngerður í gær og staðfestur í dag. Þá var Kína ekki á honum en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC kom til greina að bæta landinu við ef það opnaði fyrir komur ferðafólks frá ESB á móti.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi