Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Ekki enn útilokað að kvikmynda Trom í Færeyjum

epa06016625 The harbour of the country's capital Torshavn, Faroe Islands, 08 June 2017.  EPA/GEORGIOS KEFALAS
 Mynd: EPA - KEYSTONE
Helgi Abrahamsen, umhverfis-, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Færeyja segist nú vera áfram um að sjónvarpsþáttaröðin Trom verði kvikmynduð þar í landi.

Ráðherrann virðist hafa snúið við blaðinu frá því að hann sagði ekki genga að opna fjárhirslur ríkisins fyrir hvaða áhugaverða verkefni sem væri.

Nú kveður hann ekki um seinan að komast að samkomulagi um að ríkið leggi til þær fjórar milljónir danskra króna sem til þarf svo hægt verði að kvikmynda í Færeyjum.

Tregða færeysku stjórnarinnar varð til þess að framleiðendur þáttaraðarinnar ákváðu að hún yrði kvikmynduð á Íslandi.

Sveitarfélagið Eystur, heimabyggð Torfinns Jákupssonar höfundar sagnanna sem þáttaröðin er byggð á, hefur boðist til að reiða fram milljón danskra króna gegn því að ríkið greiði það sem upp á vantar.

Abrahamsen segir ríkisstjórnina stefna að því að leggja fram þá fjármuni sem til þurfi þegar hausta tekur.