Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Viðtal: Örmagna og The Moronic + Norðanpönk upplýsingar

29.06.2020 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Í þætti dagsins heyrum við upplýsingar um norðanpönk og spjöllum við meðlimi hljómsveitanna Örmagna og The Moronic. Við það bætist við nýtt efni með Grave Superior, Umbra Vitae, Pyrrhon og Netherlands

Meðlimir hljómsveitanna The Moronic og Örmagna litu við í hljóðverinu og sögðu okkur frá sögu sveitanna, hvað þær eru búnar að vera gera síðstu mánuði í viðbót við að leifa okkur að hlusta á vel valin lög úr safni sveitanna.

Meðlimir sveitanna hafa komið fram á tónlistarhátíð‌inni Norðanpönk síðustu ár og voru með fréttir um framkvæmd hátíðarinnar núna í ár sem vert er að taka eftir, enda nóg í gangi þar á bæ.

Þáttur dagsins er því sérstaklega langur, rétt um 2 klukktímar af góðu spjalli og hágæða rokktónlist!

Lagalistinn:
Stray From the Path - Badge & A Bullet
Body Count - Black Hoodie
Stray From the Path - Badge & A Bullet , Part II
Suicidal Tendencies - Fascist Pig
Knocked Loose - A Fetish
The Moronic - Shades of gray
The Moronic - Breaking Point
The Moronic - Disbelief
Örmagna - Með lögum skal land brjóta
Örmagna - Dans Saur og Saurlífis
Örmagna - Náladoði
Netherlands - Casual Monsters
Grave Superior - Plague Superior
Kaonashi - Coffee & Conversation
Umbra Vitae - Fear is a Fossil
Twilight - A Flood of Eyes
Turnstile - Generator
Grit Teeth - Warchests
Pyrrhon - The Lean Years
Dead Cross - My Perfect Prisoner
Netherlands- Ufo Dui
Umbra Vitae - Ethereal Emptiness
Body Count - KKK Bitch
Body Count - Bitch In The Pit
Body Count - The Hate Is Real

 

sigvaldij's picture
Sigvaldi Jónsson
dagskrárgerðarmaður