Tilfinningarnar áþreifanlegar eftir úrslitaleik í Eyjum

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV

Tilfinningarnar áþreifanlegar eftir úrslitaleik í Eyjum

29.06.2020 - 14:46
Myndir frá því eftir úrslitaleik á Orkumótinu í Eyjum um helgina hafa farið á flug á samfélagsmiðlum og þá sérstaklega mynd sem sýnir ungan KA mann hugreysta mótherja úr HK eftir leikinn.

Fjölmargir drengir í 6. flokki tóku þátt í Orkumótinu í Vestmannaeyjum um helgina. KA drengir urðu Orkumótsmeistarar eftir að liðið vann hádramatískan sigur á HK með flautumarki í lok framlengingar. Það er alltaf svekkjandi að tapa og sér í lagi í úrslitaleik.

Myndir sem Vilhjálmur Siggeirsson tók fanga tilfinningaþrungin augnablik í lok leiks og meðal annars þar sem leikmaður KA hugreystir mótherja sinn sem tók tapið eðlilega nærri sér. Myndirnar má sjá hér að neðan.

Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV
KA og HK léku til úrslita á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV
Leikurinn var í járnum allt fram á lokamínútu.
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV
Leikurinn flautaður af eftir mark KA-manna á lokamínútunni.
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV
Tilfinningarnar eru áþreifanlegar.
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV
Ótrúlegt augnablik.
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Siggeirsson - RÚV