Þungvopnaðir menn réðust inn í kauphöll í Pakistan

29.06.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Pakistan
epa08515326 The body of a gunmen at the scene of an attack by unknown gunmen at Karachi Stock Exchange in Karachi, Pakistan, 29 June 2020. At least four gunmen and two civilians were reportedly killed and security forces have cordoned off the area as fighting is currently ongoing.  EPA-EFE/REHAN KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Minnst sex létust og nokkrir til viðbótar særðust í skotárás á kauphöllina í Karachi í Pakistan. Árásarmennirnir sprengdu upp hliðið að byggingunni með handsprengju, ruddust svo inn á svæðið og skutu á allt sem á vegi þeirra varð.

Pakistanskir fjölmiðlar greina frá því að lögreglan hafi yfirbugað árásarmennina sem eru látnir, allir fjórir. Samtök sem kalla sig Frelsisher Baloch segjast standa að baki árásinni. Baloch er þjóðflokkur í Pakistan og ákveðinn hópur þeirra hefur lengi barist fyrir sjálfstæði. Þeir sex sem staðfest er að hafi látist í árásinni eru fjórir öryggisverðir, lögreglumaður og einn vegfarandi, að því er AFP greinir frá. Í tilkynningu frá lögreglunni í Karachi kemur fram að árásarmennirnir voru vopnaðir sjálfvirkum skotvopnum og sprengjum.

epa08515350 Pakistani security officials inspect the scene of an attack by banned militants outfit Baloch Liberation Army (BLA) at Karachi Stock Exchange in Karachi, Pakistan, 29 June 2020. According to media reports, at least six people, including attackers, were killed.  EPA-EFE/REHAN KHAN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Mikill viðbúnaður er á svæðinu.
olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi