Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Sumarsamvera til að rjúfa einangrun

29.06.2020 - 03:55
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Samtökin Pepp Ísland sem berjast gegn fátækt standa fyrir svokallaðri Sumarsamveru í húsnæði Hjálpræðishersins í Mjódd.

Tilgangur samtakanna mer að að rjúfa félagslega einangrun fólks í kjölfar Covid-19.

Á Facebook síðu Pepp kemur fram að faraldurinn hafi komið illa við marga jaðarhópa.

Það á ekki síst við það fólk sem stendur höllum fæti félagslega eða fjárhagslega.

Tekið verður á móti gestum í Mjóddinni alla virka daga milli klukkan 11 og 15, frá 29. júní til 8. ágúst.

Þar verður boðið upp á kaffi, meðlæti og endurgjaldslausa afþreyingu af ýmsu tagi. Því er ætlað að tryggja að sem flest fólk geti tekið þátt.