Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Sniglar boða til mótmæla

29.06.2020 - 01:39
Röð mótorhjóla sem er lagt fyrir framan hús.
 Mynd: freephotosbank - Freephotosbank
Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa boðað til þögulla mótmæla við hús Vegagerðarinnar í Borgartúni á morgun, þriðjudaginn 30. júní. Í yfirlýsingu samtakanna segir að bifhjólafólk sé nú búið að fá nóg.

Á Facebook-síðu viðburðarins krefst vélhjólafólk þess að Vegagerðin geri úrbætur á hættulegum vegarköflum víða um land. Mótmælin hefjast kl. 13.

Undirrót mótmælanna er umferðarslys á Kjalarnesi í gær þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls biðu bana í árekstri við húsbíl. Ökumaður annars vélhjóls lenti utan vegar og slasaðist nokkuð.

Nýlagt og mjög hált slitlag er á veginum þar sem slysið varð.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV