Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Sandur borinn á veginn um Kjalarnes - umferð tefst

29.06.2020 - 17:48
Mynd með færslu
 Mynd: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir - RÚV
Verið er að sandbera þjóðveg 1 um Kjalarnes þar sem banaslys varð í gær. Umferð er hleypt í gegn í hollum og umferð er þegar farin að tefjast. Leggja á nýtt malbik á veginn því nýlagða malbikið uppfyllir ekki kröfur.

Vegagerðin greinir frá sandburðinum á Twitter.

 

Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og Hvalfjarðarganga. Kaflinn var mældur í morgun og reyndist mun hálli en kröfur eru gerðar um af Vegagerðinni.

Banaslys varð á veginum í gær þegar bifhjól og húsbíll skullu saman. Tveir létust og einn slasaðist alvarlega.