Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Mississippi-ríki hyggst breyta ríkisfánanum

29.06.2020 - 00:25
epa08513413 (FILE) - An image of the Confederate battle flag flying at the South Carolina State House (L, bottom) and the Mississippi state flag (R, bottom), are displayed during a news conference with House Democrats on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 09 July 2015 (reissued 28 June 2020). Mississippi House of Representatives have voted to progress with a process that could see the removal of the  Confederate emblem from the state flag.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Báðar deildir ríkisþingsins í Missisippi í Bandaríkjunum samþykktu frumvarp í gær sem gerir ráð að gunnfáni Suðurríkjanna verði fjarlægður úr fána ríkisins.

Ákvörðunin var tekin með talsverðum meirihluta atkvæða í báðum deildum. Mississippi ríki er það eina sem enn hélt tákni Suðurríkjanna í fána sínum.

Nú er litið á fána Suðurríkjanna sem eitt sýnilegra tákna í samtímanum sem minni á þrælahald og kynþáttafordóma fortíðar. Fáninn er blár og hvítur horn í horn kross á rauðum grunni með 13 stjörnum, einni fyrir hvert upprunalegt ríki Bandaríkjanna. 

Með frumvarpinu er ákveðið að stofna níu manna nefnd sem ætlað er að hanna nýjan fána fyrir Mississippi-ríki.

Einu skilyrðin sem nefndinni eru sett að Suðurríkjafáninn hverfi og einnig yfirlýsingin um traust á Guði „In God, We Trust”.