Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Lilja Alfreðsdóttir í sóttkví

29.06.2020 - 22:20
Mynd með færslu
 Mynd: Vilhjálmur Þór Guðmundsdótt - RÚV
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, verður í sóttkví næstu tvær vikurnar. Hún greindi frá því á Facebook nú í kvöld að COVID-19 smit hafi verið í nærumhverfi sínu.

Lilja fór í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu en fékk neikvæðar niðurstöður úr skimuninni í kvöld. 

„Ég verð í sóttkví næstu tvær vikur. Þessi staða er mikilvæg hvatning til okkar allra að gæta áfram sóttvarna. Öll viljum við halda áfram að njóta frelsisins sem fallega íslenska sumarið hefur upp á að bjóða,“ segir í færslu ráðherrans.

COVID-19 faraldurinn hefur gert aftur vart við sig á síðustu dögum og smit eru tekin að greinast á ný. 50 manna hópur úr vinnuskóla Garðabæjar er nú í sóttkví eftir að flokkstjóri greindist með veiruna. 

Nína Hjördís Þorkelsdóttir
Fréttastofa RÚV