Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Keyra í svörtu til að senda skilaboð

epa07909410 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP scoots on the track at the Suzuka circuit ahead of the Japanese Formula One Grand Prix in Suzuka, Japan, 10 October 2019.The Japanese Formula One Grand Prix will take place on 13 October 2019.  EPA-EFE/DIEGO AZUBEL
 Mynd: EPA

Keyra í svörtu til að senda skilaboð

29.06.2020 - 18:05
Lið Mercedes í Formúlu 1-kappakstrinum mun keyra í svörtum bílum á komandi tímabili til að ýta undir fjölbreytileika í akstursíþróttum. Liðið hefur keppt í silfurlituðum bílum í tæp 90 ár.

Mercedes tilkynnti um litabreytinguna í dag og munu því ekki keyra í silfurlituðum í bílum í fyrsta sinn frá því fjórða áratug síðustu aldar. Í tilkynningu framleiðandans segir að „Black Lives Matter-hreyfingin hafi sýnt fram á hversu mikil þörf er á nýjum aðgerðum í baráttunni gegn kynþáttafordómum,“

Í tilkynningunni kemur enn fremur fram að aðeins 3% vinnuafls Formúlu 1-liðs Mercedes tilheyri minnihlutahópi og aðeins 12% starfsmanna eru konur.

„Þessi skortur á fjölbreytileika sýnir að við þurfum að finna nýjar leiðir til að laða til okkar hæfileikaríkt fólk úr stórum hlutum samfélagsins sem við náum ekki til í sem stendur,“ segir í tilkynningu Mercedes.

Fyrirtækið mun þá einnig setja á stokk verkefni, ásamt Formúlu 1-samsteypunni, sem ýtir undir frekari þátttöku fólks úr minnihlutahópum í akstursíþróttum.

Sexfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton, sem keyrir fyrir Mercedes, hefur þegar tilkynnt um að fjármagna verkefni sem ýtir undir þátttöku þeldökkra í aksturíþróttum sem unnið verður að ásamt Konunglega vélfræðiskólanum í Bretlandi (e. Royal Academy of Engineering).

Hamilton segir þá að litabreyting Mercedes sé „mikilvæg yfirlýsing vilja til breytinga og betrunar fyrirtækisins“.

Formúlutímabilið hefst næstu helgi í Austurríki þar sem keppni fer fram 2.-5. júlí. Næsta mót eftir það er einnig í Austurríki helgina 10.-12. júlí. Formúlan átti að fara að stað í Ástralíu í mars en kórónuveirufaraldurinn setti tímabilið úr skorðum.

Mynd með færslu
 Mynd: Mercedes
Nýr svartur bíll Mercedes.
epa08249653 British Formula One driver Lewis Hamilton of Mercedes AMG GP in action during the official Formula One pre-season testing at Barcelona-Catalunya circuit in Montmelo, near Barcelona, Spain, 26 February 2020.  EPA-EFE/ENRIC FONTCUBERTA
 Mynd: EPA
Herðbundinn silfurlitaður bíll Mercedes í fyrra.