Heimsleikar Special Olympics 2022 haldnir í Kazan

Mynd með færslu
 Mynd: Wiki Commons

Heimsleikar Special Olympics 2022 haldnir í Kazan

29.06.2020 - 16:12
Special Olympics hafa tilkynnt að leikarnir 2022 verði haldnir í Kazan-borg í suðvesturhluta Rússlands. Svíþjóð átti að halda leikana 2021 en gáfu verkefnið frá sér vegna skorts á fjármagni frá ríkinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Special Olympics í dag. Ákvörðunin er meðal annars byggð á fyrri reynslu af stórmótum í borginni og stuðningi yfirvalda í landinu. Þá segir í tilkynningunni að með þessu sé vonast til að hægt verði að breytia viðhorfi til íþróttaiðkunar fólks með þroskahömlun í landinu sem og félagslegrar stöðu þeirra en allt að því þrjár milljónir Rússa eru með þroskahömlun. Meðal annars var leikið í Kazan á heimsmeistaramóti karla í fótbolta árið 2018.

Keppt er í sjö íþróttagreinum á vetrarólympíuleikum fatlaðra: alpagreinum, snjóbretti, snjóþrúgugöngu, bandí, skíðagöngu, listhlaupi á skautum og skautahlaupi.