Duda fékk tæp 44% atkvæða – önnur umferð 12. júlí

29.06.2020 - 10:39
epa08515643 Local residents attend their meeting with Polish President and candidate for Poland's president of main ruling party Law and Justice (PiS) Andrzej Duda during his visit in Rypin, north-central Poland, 29 June 2020. Incumbent President Andrzej Duda won 43.67 percent of votes in the presidential election held on 28 June while his main rival, Rafal Trzaskowski, 30.34 percent, the State Electoral Commission said on 29 June, having published results from 99.78 percent of polling stations. The right-wing incumbent president and his main contender, the centrist Civic Coalition candidate, will meet in the second round of presidential elections on 12 July 2020.  EPA-EFE/Szymon Labinski POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Búið er að telja 99,78% atkvæða í forsetakosningunum í Póllandi í gær. Andrzej Duda forseti fékk flest atkvæði, tæp 44%, sem þýðir að halda þarf aðra umferð kosninga.

Þótt lokaniðurstöður kosninganna verði líklega ekki kynntar fyrr en um miðja viku er orðið ljóst að Duda mætir Rafal Trzaskowski, borgarstjóra í Varsjá, í einvígi um forsetaembættið í næstu umferð. Flestar skoðanakannanir bentu til þess að Duda fengi flest atkvæði í þessari umferð, um 40%. Það gekk eftir ásamt því að hinn frjálslyndi borgarstjóri Trzaskowski reyndist næstvinsælasti frambjóðandinn. Rúm 30% atkvæða féllu honum í skaut líkt og búist hafði verið við.

epa08515112 Candidate for Poland's president of main opposition party Civic Platform and Civic Coalition's Rafal Trzaskowski (C) attends his meeting with the inhabitants of Wolomin near Warsaw, Poland 28 June 2020. After 21:00 all polling stations were closed all over Poland. The current right-wing president Andrzej Duda and the main candidate of the Civic Coalition Rafal Trzaskowski entered the second round of presidential elections, winning 41.8 percent and 30.4 percent, respectively, according to the Ipsos poll.  EPA-EFE/PIOTR NOWAK POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Rafal Trzaskowski er borgarstjóri í Varsjá.

En einnig bjóst fólk við því við að kórónuveirufaraldur og flóðaviðvaranir myndu hafa áhrif á kjörsókn. Svo virðist þó ekki hafa verið því yfirmaður kjörstjórnar tilkynnti fjölmiðlum að met að hafi veri slegið í kjörsókn. Hún mældist 64,4%, í síðustu forsetakosningum var hún aðeins tæp 50% í fyrri umferðinni. 

Næsta umferð eftir tæpar tvær vikur

Önnur umferð kosninganna fer fram 12. júlí. Segja má að þar takist á tvær ólíkar fylkingar, sem hafa myndast í pólsku samfélagi frá því að stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti komst til valda 2015. Sá flokkur styður Duda og beitir sér fyrir íhaldssamri þjóðernishyggju. Trzaskowski er frambjóðandi frjálslyndra borgaraflokka sem eru Evrópusinnaðri og njóta meiri vinsælda í stórborgum en á dreifbýlum svæðum á landsbyggðinni. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi