Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Dalai Lama gefur út sína fyrstu hljómplötu

epa08032750 Tibetan spiritual leader Dalai Lama (L) talks to other monks at the closing ceremony of the 14th Religious Conference 2019 at Gangchen Kyishong in Dharamsala, India, 29 November 2019.  EPA-EFE/SANJAY BAID
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Dalai Lama gefur út sína fyrstu hljómplötu

29.06.2020 - 16:36

Höfundar

Dalai Lama, andlegur leiðtogi tíbeskra búddista, gefur út sína fyrstu hljómplötu Inner World á 85 ára afmælisdaginn sinn 6. júlí.

Tónlistina á plötunni vinnur Lama með nýsjálenska upptökustjóranum og lærisveini sínum Junelle Kunin. Tónlistin er nokkuð nýaldarleg og koma panflautur talsvert við sögu, en lögin byggja á búddískum möntrum og bænum sem Lama kyrjar og les. Þá leikur indverski sítarleikarinn Anoushka Shankar inn á plötuna, dóttur sítarmeistarans Ravi Shankar. Fyrir tveimur vikum kom út lagið Compassion sem byggist á einni af vinsælustu bænum Búddista og í dag var laginu One of My Favorite Prayers sleppt út í eterinn.

Dalai Lama fæddist sem Lhamo Dhondup en samkvæmt trú tíbetskra búddista endurholdgaðist Dalai Lama í líkama hans í fjórtánda skiptið. Hann hefur verið í útlegð í Indlandi í hálfa öld eftir að Kína hertók Tíbet og fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1989 fyrir baráttu sína fyrir friðsamlegri lausn á deilunni.

Tengdar fréttir

Asía

Dalai Lama útskrifaður af sjúkrahúsi

Asía

Dalai Lama fluttur á sjúkrahús

Asía

Dalai Lama mótmælir KFC-útibúi í Tíbet

Stjórnmál

Mótmæla fundi Baracks Obama og Dalai Lama