Börn hætti að sækja bolta á knattspyrnuleikjum

Mynd með færslu
 Mynd: Jarrett Campbell - Flickr

Börn hætti að sækja bolta á knattspyrnuleikjum

29.06.2020 - 14:12
KSÍ hefur lagt til við knattspyrnufélögin að krakkar hætti að sækja bolta á leikjum hjá meistaraflokki tímabundið. Þetta kemur í kjölfar COVID-19 smita í efstu deildum karla og kvenna.

Í staðinn verði tíu boltum komið fyrir í kringum völlinn. Tveir einstaklingar eldri en 16 ára muni svo sjá til þess að boltarnir séu á réttum stöðum svo að sem minnstar tafir verði á leiknum. Þá þurfi boltar eins og áður að vera vel sótthreinsaðir og þeir sem sjái um boltana hugi vel að öllum sóttvörnum þegar boltar eru meðhöndlaðir. 

Þrjú smit hafa verið greind í efstu deildum karla og kvenna í fótbolta eins og áður hefur verið greint frá og yfir fjögur hundruð manns eru í sóttkví vegna þessa. Öllum úrvalsdeildarliðum karla og kvenna hefur nú verið boðið í skimun fyrir veirunni hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Öllum úrvalsdeildarliðum boðið í skimun

Fótbolti

Annað smit greinist í úrvalsdeild kvenna

Íþróttir

Knattspyrnan bara þversnið af samfélaginu, segir Klara