Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Baldur bilaði á leið út í Flatey

29.06.2020 - 18:07
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Ferjan Baldur bilaði á leið frá Stykkishólmi út í Flatey fyrr í dag. Svartan reyk lagði frá ferjunni, sem var komin langleiðina þegar skipstjórinn fann að ferjan var farin að missa afl.

Siglt var að bryggju í Flatey og nú vinna vélstjórar að því að bilanagreina ferjuna. Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, segir að ekki sé vitað hversu alvarleg bilunin er og hvort hægt verði að sigla Baldri áfram í dag, en ætlunin var að sigla áfram til Brjánslækjar.

Um það bil þrjátíu farþegar eru um borð, sem sennilega geta farið frá borði á meðan ferjan er skoðuð.  

Baldur fer daglega yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Skipið er 1.677 brúttótonn, 68,3 metrar að lengd og 11,6 metra breitt. Það rúmar 280 farþega og 49 bíla. 

 

Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
Mynd með færslu
 Mynd: Haukur Holm - RÚV
hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV