Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Allt að 22 stiga hiti í dag

29.06.2020 - 06:48
Mynd með færslu
 Mynd: Veður.is
Í dag er spáð norðaustanátt og nokkru hvassviðri um landið norðvestanvert og suðaustanlands. Víða verður bjartviðri og mjög hlýtt, 14-22 stig, en dálítil rigning eða skúrir og mun svalara á Norðaustur- og Austurlandi, 7-13 stig.

Á morgun er spáð norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, með súld eða lítils háttar rigningu suðvestanlands. Yfirleitt léttskýjað á Norðurlandi. Spáð er 8-17 stiga hita, hlýjast norðvestan til á landinu.

Á miðvikudag er útlit fyrir fremur hæga norðanátt með björtu veðri en stöku skúrum sunnanlands, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands.

 

annalth's picture
Anna Lilja Þórisdóttir