Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Yfir 10 milljón kórónuveirutilfelli á heimsvísu

epa08507472 Passengers are seen wearing face masks at the Se metro station in downtown Sao Paulo, Brazil, 24 June 2020. Brazil registered 1,185 deaths from the novel coronavirus in the last day, bringing the total balance of deaths to 53,830, while the number of confirmed cases increased by 42,725, the government reported on Wednesday.  EPA-EFE/Sebastiao Moreira
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Kórónuveirutilfelli í heiminum eru nú orðin fleiri en 10 milljón, að sögn Reuters-fréttaveitunnar og hátt í hálf milljón manna hefur látist af völdum veirunnar undanfarna sjö mánuði. Þetta eru rúmlega helmingi fleiri en sýkjast alvarlega af inflúensu árlega, samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Víða fer smitum enn fjölgandi. Ýmis ríki, sem illa urðu úti faraldrinum, eru þó farin að draga úr þeim hömlum sem settar voru á vegna veirunnar. Sum þeirra horfa hins vegar nú fram á aðra bylgju faraldursins og hafa hömlur á slíkum stöðum víða verið hertar aftur, eins og til að mynda í Kína og Þýskalandi.

Sérfræðingar segja þetta munstur kunna að verða viðvarandi næstu mánuði og jafnvel hluta næsta árs.

Tuttugu og fimm prósent tilfellanna hafa greinst í Bandaríkjunum, viðlíka fjöldi hefur greinst í ríkjum Suður-Ameríku og í Evrópu. Ellefu prósent tilfellanna hafa greinst í Asíu og níu prósent í ríkjum Miðausturlanda.

Alls hafa 497.000 manns nú látist úr kórónuveirunni, sem er um það bil sami fjöldi og deyr árlega af völdum inflúensu.

Reuters segir faraldurinn nú komin á nýtt stig, en yfir 10.000 tilfelli greinast nú daglega á Indlandi og í Brasilíu og veldur það verulegu álagi á heilbrigðiskerfi ríkjanna.

Um tveir þriðju allra nýrra tilfella greinast nú í löndunum tveimur og sérfræðingar segja að yfir 380.000 manns kunni að hafa látist úr kórónuveirunni í Brasilíu fyrir lok október.