Útlit fyrir að Duda fái 42 prósent atkvæða

28.06.2020 - 20:13
epa08514884 Polish President and candidate for Poland's president of main ruling party Law and Justice (PiS) Andrzej Duda speaks during an election evening to his staff in Lowicz, Poland, 28 June 2020. After 21:00 all polling stations were closed all over Poland. The current right-wing president Andrzej Duda and the central candidate of the Civic Coalition Rafal Trzaskowski entered the second round of presidential elections, winning 41.8 percent and 30.4 percent of the votes respectively, according to the Ipsos poll.  EPA-EFE/RADEK PIETRUSZKA POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Andrzej Duda, forseti Póllands, fékk 42 prósent atkvæða í forsetakosningum í dag, samkvæmt útgönguspám. Rafal Trzaskowski, borgarstjóri í Varsjá og frambjóðandi frjálslyndra, er með 30 prósent atkvæða. Allt bendir því til þess að kosið verði á milli þeirra tveggja í seinni umferð kosninganna 12. júlí.

Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins.  Andrzej Duda, núverandi forseta Póllands, er spáð endurkjöri en flokkur hans, Lög og réttlæti, hefur gert róttækar breytingar á réttarkefi landsins og beitt sér fyrir íhaldsamri þjóðernishyggju.  Rafal Trzaskowski, borgarstjóri í Varsjá og frambjóðandi fjárlslyndra, hefur mælst með næst mest fylgi í skoðanakönnunum.

Joanna Marcinkowska, sérfræðingur í málefnum innflytjenda, sagði í kvöldfréttum RÚV að metkjörsókn væri meðal Pólverja á Íslandi í kosningunum. Hún sagði fólk gera sér grein fyrir mikilvægi þess að nýta sér kosningaréttinn.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi