Úrskurður Perónuverndar felldur úr gildi

28.06.2020 - 14:39
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur felldi í fyrrdag úr gildi úrskurð Persónuverndar í máli leikarans Atla Rafns Sigurðssonar frá því í október 2018. Samkvæmt honum bar Borgarleikhúsinu ekki að afhenda leikaranum gögn vegna ásakana sem urðu til þess að honum var sagt upp. 

Dómari taldi verulega ágalla á úrskurðinum sem hefði verið byggður á nýjum lögum sem ekki hefðu tekið gildi, auk þess sem persónuverndarlög minnki ekki rétt manna samkvæmt öðrum lögum.

Fréttablaðið ræddi í gær við Einar Þór Sverrisson, lögmann Atla, sem sagði að réttaráhrif málsins ættu eftir að koma í ljós enda sé það fordæmalaust. Ekki hafi verið úrskurðað beint um að fá gögnin afhent. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi