Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þrumuveður kann að fylgja skúrunum

28.06.2020 - 08:06
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Norðaustlæg átt verður á landinu í dag með skúrum, einkum sunnan. Fram kemur í spá Veðurstofu Ísland að skúrunum kunni jafnvel að fylgja þrumuveður, en  allnokkrar eldingar hafa mælst við austurströndina í nótt. 

Það styttir síðan upp austanlands þegar kemur fram á daginn og síðdegis má búast við snörpum vindstrengjum suðaustan Vatnajökuls. Hiti verður víða á bilinu 13 til 20 stig, en svalara á Austurlandi og á annesjum norðanlands.

Á morgun verður norðaustan átt, 8-15 m/s, en öllu hægari á suðvesturhorninu. Þá verður bjartviðri og áfram hlýtt, en skýjað og mun kaldara á Norðaustur- og Austurlandi.

 

Anna Sigríður Einarsdóttir