Talningu lokið í Reykjavíkurkjördæmi suður

28.06.2020 - 03:18
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Rétt tæplega tveir þriðju kjósenda á kjörskrá Reykjavíkurkjördæmis suður greiddu atkvæði í forsetakosningunum í gær. Atkvæðin skiptust þannig að tæp 92% kusu sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, en rúm 8% kusu Guðmund Franklín Jónsson.

29.788 greiddu atkvæði í kjördæminu, en 44.809 eru þar á kjörskrá. Guðmundur Franklín hlaut 2.334 atkvæði og Guðni Th. 26.549. 695 kjósendur skiluðu auðu og 210 kjörseðlar voru ógildir.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi