Athugið þessi frétt er meira en 8 mánaða gömul.

Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.

Alls greiddu 14.888 atkvæði í Norðvesturkjördæmi og skiptust þau þannig:

  • Guðmundur Franklín Jónsson: 1.150
  • Guðni Th. Jóhannesson: 13.301
  • Auðir seðlar: 382
  • Ógildir: 55
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV