Suarez gagnrýndi þjálfarann eftir jafntefli

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Suarez gagnrýndi þjálfarann eftir jafntefli

28.06.2020 - 09:43
Leikmenn Barcelona fóru illa að ráði sínu í gær þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli við Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni. Luis Suarez sagði fjölmiðlum að spyrja þjálfarann út í slæman árangur að undanförnu

Fyrir leiki gærdagsins voru Barcelona og Real Madrid jöfn að stigum þegar að sjö leikir voru eftir í spænsku úrvalsdeildinni. Bæði lið áttu leiki við frekar auðvelda andstæðinga og því bjuggust flestir við öruggum sigrum hjá báðum liðum. 

Barcelona heimsótti lið Celta Vigo í gær og gestirnir byrjuðu vel því að Luis Suarez kom  Barcelona yfir á 20. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá Lionel Messi. Fedor Smolov jafnaði fyrir Celta Vigo í upphafi seinni hálfleiks en Luis Suarez var aftur á ferðinni á 67. mínútu og aftur var það Messi sem lagði upp markið. Tveimur mínútum fyrir leikslok jafnaði hinsvegar Iago Aspas fyrir Celta Vigo og lokatölur urðu því 2-2. 

Suarez sendi létta pillu á þjálfarateymi Barcelona eftir leikinn en liðið hefur tapað mörgum stigum á útivelli að undanförnu. Í viðtölum eftir leikinn sagði Suarez að fjölmiðlar þyrftu að spyrja þjálfarateymið út í slakan útivallarárangur liðsins, þetta væru mikilvæg stig sem töpuðust og eitthvað sem hefði ekki gerst síðustu tímabil. Liðið þarf nú að treysta á að grannar sínir í Espanyol stríði Real Madrid í kvöld þar sem jafntefli dugar Madrídar liðinu til að komast á topp deildarinnar. 

Atlético Madrid tryggði einnig stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og er liðið aðeins að rétta úr kútnum eftir brösulega byrjun á tímabilinu en liðið sigraði Deportivo í gær með mörkum frá Saul og Diego Costa. 

Úrslit gærdagsins:

Athletic Bilbao 3 - 1 Mallorca
1-0 Raul Garcia (16)
2-0 Oihan Sancet (24)
2-1 Ante Budimir (70)
3-1 Asier Villaibre (90)

Celta Vigo 2 - 2 Barcelona
0-1 Luis Suarez (20)
1-1 Fedor Smolov (50)
1-2 Luis Suarez (67)
2-2 Iago Aspas (88)

Osasuna 2 - Leganes
1-0 Enric Gallego (9)
1-1 Javier Aviles (50)
2-1 Enric Gallego (90)

Atlético Madrid 2 - 1 Deportivo Alaves
1-0 Saul Niguez (59)
2-0 Diego Costa (73)
2-1 Joselu (90)

Leikir í kvöld:

Levante - Real Betis
Villareal - Valencia
Granada - SD Eibar
Espanyol - Real Madrid

Tengdar fréttir

Fótbolti

Real Madrid komið á toppinn á Spáni