Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Raðir mynduðust við kjörstaði í Póllandi

epa08513444 Voters queue while awaiting the opening of a polling station in Szczecin, Poland, 28 June 2020. Poles are voting to elect their president for a five-year term. The vote had been due to take place on 10 May but was delayed by the COVID-19 pandemic. Polling stations are open in Poland from 7 a.m. to 9 p.m. If none of the eleven contenders in the race wins more than 50 percent of the vote, under Polish election rules, a second round will be held on 12 July.  EPA-EFE/MARCIN BIELECKI POLAND OUT
 Mynd: EPA-EFE - PAP
Pólverjar ganga að kjörborðinu í dag og velja sér forseta. Kosningarnar áttu að fara fram í maí en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Kjörsókn fór mjög vel af stað og höfðu 24,08% greitt atkvæði á hádegi, en á sama tíma í forsetakosningunum 2015 voru 14,61% búin að kjósa.

Auk núverandi forseta, Andrzej Duda, eru tíu í framboði. Borgarstjóri Varsjár, Rafal Traskovskí, er sá eini sem talinn er geta veitt honum einhverja samkeppni. 

Skoðanakannanir benda til að Duda, sem nýtur stuðnings stjórnarflokksins Lög og réttlæti (PiS) muni ekki takast að tryggja sér meirihluta í kosningunum í dag. Takist honum það ekki verður gengið aftur að kjörborðinu 12. júlí næstkomandi.

Kosningabaráttan hefur einkennst af áhyggjum af framtíð lýðræðisins og efnhagsmálum, en Pólverjar horfa nú fram á fyrstu kreppuna í landinu frá hruni kommúnismans.

Í löngum röðum með grímur fyrir vitum sér

AFP-fréttaveitan segir kjósendur, með grímur fyrir vitum sér, hafa beðið fyrir utan kjörstaði í löngum röðum þar sem tveggja metra reglan var virt. 

„Ég kaus að sjálfsögðu Trzaskowski. Hvers vegna? Fyrir lýðræðið, dómskerfið og virðingu fyrir minnihlutahópum,“ sagði Joanna Ugniewska, sem greiddi atkvæði í skóla í miðbæ Varsjár.

Í borginni Tarnow í suðurhluta Póllands, þar sem PiS á marga stuðningsmenn, sagðist Andrzej Guzik ætla að kjósa Duda vegna stöðugleikans sem hann stæði fyrir.

„Persónulega sé ég bara Duda sem forseta,“ sagði hann.

Ríkisstjórn Póllands hefur komið á vinsælum breytingum á velferðarkerfinu á undanförnum árum, en hefur einnig stutt umdeildar lagabreytingar m.a. á dómskerfinu.

Þingmenn PiS fullyrða að þær séu nauðsynlegar til að ná tökum á spillingu í dómskerfinu, en gagnrýnendur og forsvarsmenn Evrópusambandsins telja þær grafa undan sjálfstæði dómskerfisins og lýðræði í landinu.