Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Nýjar uppgötvanir í námunda við Stonehenge

Mynd: CC0 / Pixabay

Nýjar uppgötvanir í námunda við Stonehenge

28.06.2020 - 08:36

Höfundar

Í vikunni var tilkynnt um einn stærsta fornleifafund undanfarinna áratuga í Bretlandi, eða að minnsta kosti þann víðáttumesta.

Um 20 risastórir manngerðir pyttir hafa fundist í næsta nágrenni við steinhringinn Stonehenge, 4500 ára gamlar holur sem eru í kringum 10 metrar í þvermál og 5 metra djúpar og virðast mynda risastóran hring í kringum forna byggð á svæðinu.

Sérfræðingar segja að fundurinn  gefi til kynna að samfélagið á svæðinu á nýsteinöld hafi verið mun flóknara en við höfum áður ímyndað okkur, holurnar séu svo nákvæmlega staðsettar og útfærðar að ómögulegt hefði verið að byggja þær án þess að hafa kerfi til að telja.

Líklega tengjast holurnar hreyfingum himintunglanna, mögulega hafa þær verið notaðar til að afmarka heilagt svæði, innan eða utan þeirra. En í miðjum hringnum er fornt bæjarstæði, Durrington Walls, þar sem talið er að fólkið sem byggði Stonehenge hafi búið.

„Það má kannski segja að þetta sé afleiðing af því að á síðustu 10 til 20 árum hafa vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir við Stonehenge farið að líta meira í kringum sig, farið að skoða landslagið meira í heild,“ segir Orri Vésteinsson, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands.

„Það sem mér finnst hvað merkilegast er skalinn á þessi mannvirki sem þarna hefur fundist, tveir kílómetrar í þvermál. Hann er miklu stærri en menn hefðu getað ímyndað sér fyrir 20 árum. Þar af leiðandi voru þeir ekkert að leita að neinu slíku.“

Mynd með færslu
 Mynd: Háskólinn í St.Andrews - st.andrews
Mynd með færslu
 Mynd: Háskólinn í St.Andrews - st.andrews

Tengdar fréttir

Tækni og vísindi

Stonehenge var helgistaður allra Breta

Innlent

Lengsta nótt ársins að baki

Evrópa

Leifar um fleiri mannvirki við Stonehenge

Erlent

5000 ára hof á Orkneyjum