Athugið þessi frétt er meira en 11 mánaða gömul.

Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.

Alls voru greidd 20.514 atkvæði og varð niðurstaðan eftirfarandi:

  • Guðmundur Franklín Jónsson: 1.317
  • Guðni Th. Jóhannesson: 18.535
  • Auðir seðlar: 549
  • Ógildir: 113
Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV